Ég skipti um umbúðir á sárinu eftir sturtu áðan. hafði rölt í apótekið eftir nýjum plástri og nu var kominn tími á skipti.
Læknirinn sem útskrifaði mig sagði að ég væri heftuð saman en þegar ég tók plásturinn af kom í ljós þessi fíni tvöfaldi saumur.
Örið verður ennþá glæsilegra þegar að þar að kemur. Ég er alveg tilfinningalaus í kringum sauminn og verð það sennilega lengi.
