Engin aflögunarmerki

Ég er eins og eftir eldgos. Það eru engin aflögunarmerki en samt er allt í rúst. Í nótt fór af stað tólfta eldgosið síðan 2021 og eftir það eru fréttir í fjölmiðlum dagsins um engin aflögunarmerki. það eru einmitt engin aflögunarmerki á mínu broti en allt sem ég gerði á sex vikum hefði getað haft áhrif.

Það er hægt að gera ýmislegt með lærbrot. Til dæmis:

  • Fara í körfubolta
  • Spila pógó
  • Hjóla (án þess að stíga af hjólinu)
  • Ryksuga stigana (frá fyrstu upp á fjórðu)
  • Skúra allar hæðir
  • Halda garðveislu fyrir alla fjölskylduna
  • Halda aðalfund Bókmenntahátíðar með stjórn og mökum
  • Elda fiskisúpu fyrir téðan fund
  • Fara á tónleika
  • Fara á leikskólaútskrift
  • Halda árshátíð í vinnunni
  • Dansa á árshátíð í vinnunni
  • Taka til eftir árshàtíðina
  • Og svo ótal margt annað

Nú er ég alveg að drepast. Læknirinn sagði mér að hafa samband ef ég fyndi einkenni frá nára en hafa samband við hvern? Ég kemst vonandi að því á morgun.

Færðu inn athugasemd