Ég er að myndast við að útbúa súrdeigsmóður með mjög misjöfnum árangri. Internetið býður upp á hafsjó leiðbeininga og kaótísk eins og ég er, þá fylgi ég þeim öllum í bland. Mögulega misheppnast þetta þess vegna.
Nú er ég á þriðja degi með nýja móður og einbeiti mér að því að fylgja sömu leiðbeiningum. Eru komin með áminningu í símann, daglega kl 12:15, um að tékka á súrnum.

Þeir eru tveir í gangi: Tinni (venjulegur, búinn til út hvítu hveiti) og Kolbeinn (áferðarmeiri, úr rúgmjöli). Það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni eða amk næstu vikuna.