Una á heimleið frá Víetnam

Það er komið að því. Ferðalangurinn okkar og ofurhuginn Una er lögð af stað yfir hálfan hnöttinn til að koma heim til mömmu sinnar.

Flugið frá Hanoi lagði af stað kl 16 að íslenskum tíma (23 í Víetnam) og það mun taka um það bil 24 klst að komast heim með stoppum. Fyrsti leggurinn er rúmir tíu tímar en þá fer hún til Istanbúl.

Klukkan sextán á morgun, laugardag, verður hún hjá okkur! Get ekki beðið.

Færðu inn athugasemd