Við Áslaug og Una keyrðum suður í Keflavík í nótt sem leið og náðum í Þórdísi og Baldur. Þau komu með Transavia frá Orly og lentu um eittleytið.
Ferðin gekk afar vel hjá þeim og Baldur svaf víst bara hálftíma alla ferðina. Í bílnum á leiðinni heim talaði Baldur viðstöðulaust og það gerði hann víst líka á ferðalaginu, meira að segja á meðan hann svaf.
