Dularfullt atvik um nótt

Klukkan fimm mínútur yfir tólf a miðnætti í dag, 14. ágúst, byrjaði vekjaraklukkan hans afa að hringja. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema af því að í dag er einmitt afmælisdagurinn hans afa og svo hitt, að klukkan hefur staðið hér síðan hann dó og hefur aldrei hringt áður.

Þetta var yndisleg kveðja frá afa og við heimsóttum hann í kirkjugarðinn í tilefni dagsins.

Færðu inn athugasemd