Sumarið kemur nú um mánaðarmótin segja veðurfræðingar en ég er ekki sannfærð. Hér rignir endalaust og allt er orðið fagurgrænt en vorið hefur verið ansi kalt.
Veðurspáin fyrir næstu daga boðar ekki sumar, nema þá fyrir austan kannski. Ég bíð samt vongóð eftir sumrinu og vona að veðurfræðingarnir reynist sannspáir.
Annars er allt samkvæmt áætlun í garðinum. Fylltur skógarblámi og júlíulykill eru fyrstu blómin, því næst fyllt hófsóley. Silfursóleyim og gullhnappur (?) eru á leiðinni og geitarskeggið sprettur hratt. Eftirlætið mitt er samt yllirinn sem fer af stað í febrúar og er nú fagurgrænn og breiðir fallega úr sér þétt upp við gróðurhúsið.


