Að stækka um heilt númer á einni nóttu

Baldur Atli hefur verið þreyttur eftir leikskólann undanfarna daga. Líklega sambland af þreytu eftir veturinn og bið eftir langþráðu páskafríi og svo held ég líka ad litli strákurinn minn sé að stækka.

Um daginn sofnaði Baldur klukkan sex yfir sjónvarpinu og svo svaf hann til klukkan hálfátta morguninn eftir. Við sögðum við hann að hann hlyti að hafa stækkað um nóttina og snáðinn gáði. Jú, hann reyndist hafa stækkað og tengdi það umsvifalaust við að hann hlyti að vera orðinn fjögurra ára gamall. Nú segist hann vera orðinn fjögurra og það er ekki í boði að andmæla því.

Annar gullmoli: í morgun sagði Baldur mér sögu sem var alveg hræðileg. Hann taldi upp það allra versta sem honum kom til hugar og átti heima í sögunni: það kom tröllskessa, það kom vofa, það kom hauskúpa, svo kom stjúpa… Minn maður með frásagnarlistina alveg á hreinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s