Páskar á laugardegi

Hér í sveitinni eru hlutnirnair stundum aðeins öðruvísi. Þess vegna földum við páskaeggin í garðinum í dag, og fundum þau öll að sjálfsögðu líka.

Páskamaturinn var líka á dagskrá í dag og bragðaðist dásamlega. Eftir matinn lágum við á meltunni, borðuðum páskaegg og spiluðum auðvitað. Svo fórum við og gengum við vatnið.

Málshættirnar voru:

  • Sjaldan veldur einn þá tveir deila
  • Allt bíður síns tíma
  • og einn annar sem við munum ekki í svipinn hver var

Ég á eftir súkkulaðisardínuna mína, þessa sem ég keypti í St. Malo. Mig grunar líka að amma hafi keypt lítil egg og jafnvel nokkrar sardínur til að leita að hér innanhúss á morgun, páskadag.

Færðu inn athugasemd