Baldur er spurull þessa dagana og það er gaman að ræða við hann um alla hluti. Mest er hann að spyrja af hverju hitt eða þetta er svona eða hinsegin en hann spyr samt líka hvernig hinir og þessir hlutir eru búnir til. Kannski verður hann einhvers konar verkfræðingur eða hönnuður í framtíðinni.
Brot af spurningum síðustu daga: Hvernig býr maður til stól, hvernig bý ég til páskaegg, hvernig býr maður til rennibraut, hvernig bý ég til tröppur, hvernig geri glas og bolla, hvernig bý ég til miða, hvernig bý ég til límmiða, hvernig býr maður til lím?
Og hvernig býr maður eiginlega til límmiða? Ég viðurkenni að þarna stóð ég á gati. Ég þarf að komast að því hvernig límmiðar eru búnir til.