Kaldur apríl

Apríl er grimmastur mánaða og mikið hefur verið kalt síðustu daga. Baldur hefur verið úti að leika, harðneitar að fara í úlpu en kemur svo grátandi inn af kulda. Hann er með varaþurrk og kuldaþurrk en svo er hann um leið sólbrunninn á kinnunum og kominn með heilan helling af freknum.

Una hefur verið rólegri í útiverunni. Hún er svolítið kvefuð en hefur alveg náð upp fyrri rútínu eftir fríið. Hún les alla morgna í fimmtán mínútur og er farin að læra að kóða í tölvunni.

Við söknum dálítið vorsins í Frakklandi. Þar týndi Una falleg blóm og Þórdís var svo góð að skreyta hárið á henni fallega með blómunum.

Færðu inn athugasemd