Saga á bakvið mynd

Myndin hér að ofan á sér sniðuga sögu. Við Kristján vorum á leið í covid-bólusetningu í Laugardalshöll og höfðum fengið innköllun á um það bil sama tíma og deildarmyrkri var sýnilegur á sólu. Við gerðum hins vegar engan veginn ráð fyrir að sjá sólmyrkvann því það var skýjað þennan dag og það gekk á með miklum skúrum.

Þess vegna tókum við með okkur regnhlíf í bólusetninguna, reiknuðum ekki með að fá bílastæði nálægt og nenntum ekki að lenda í einni af þessum skúrum sem mundi ganga yfir okkur. Við höfðum rétt fyrir okkur varðandi bílastæðin og umferðina við höllina og lögðum við Íslandsbanka á Suðurlandsbrautinni. Þaðan er mjög þægilegt að ganga yfir Suðurlandsbrautina á ljósunum og þaðan í höllina.

Nema hvað, sem við leggjum bílnum framan við Íslandsbanka opnast skyndilega skýjahulan á himninum, einmitt á þeirri stundu sem deildarmyrkvinn brestur á. Og á sama tíma og það gerist gengur Sævar Helgi Bragason út úr bankanum, haldandi á sólmyrkvagleraugum. Hann lánaði okkur gleraugun sín og smellti af þessari stórkskemmtilegu mynd.

Þarna hefur staða himintunglana verið einstök! Allt þurfti að gerast á hárréttum tíma til að við sæjum sólmyrkvann þennan dag: himnarnir þurftu að opnast á sama tíma og sólmyrkvinn varð og við þurftum að vera með sólmyrkvagleraugun við höndina eða hitta einhvern sem var með slík gleraugu. Það má segja að bæði við og Sævar Helgi höfum verið á hárréttum stað á hárréttum tíma.

Maðurinn sem er þarna vinstra megin á myndinni og stefnir hraðbyri inn í bankann hefur sennilega verið að fara að greiða reikningana sína, en hann gaf sér ekki tíma til að líta upp og sjá þetta magnaða náttúrufyrirbæri.

Hér er fréttin birtist við.

Færðu inn athugasemd