Baldur fékk nýja hjólið sitt og er hinn glaðasti með gripinn. Hann hjólar eins og vindurinn, fer circle og bremsar sjálfur eins og ekkert sé.
Hjólið hefur beðið i geymslu hjá okkur í tvö ár en það kom upphaflega til Khawa í gengum Bland. Þegar Khawa óx upp úr hjólinu kom Erna með það til okkar, og þar sem hjólið er svo einstakt ákváðum við strax að geyma það þar til Baldur yrði nógu stór fyrir það.

Hjólið er frá Tékkóslóvakíu, af gerðinni Venemos sem margir kannast við. Brettin eru krómuð, stýrið fer upp og hjólið er fallega blátt á litinn með bæði glitaugum og bjöllum. Það er eins og nýtt og heffur greinilega alltaf verið geymt inni því það er ekki ryðblettur á því.