50 gráir skuggar

Þessa dagana erum við að leita að flísum á gólfin niðri. Í dag og síðasta laugardag fórum við í nokkrar flísabúðir og fengum lánaðar prufur. Það er mikilvægt að sjá hvernig þær koma út í rýminu, til dæmis þarf að sjá hvernig flísarnar taka í sig birtu og ljós.

Við fórum i þrjár flísabúsir samtals og fengum átta prufur. Notum svo útiokunaraðferðina og fáum vini og ættingja til að horfa á flísarnar með okkur og segja okkur hvað þeim finnst.

Þetta er allt að koma hjá okkur og mér sýnist við vera að ná lendingu með flísarnar. Það eru tvær eftir í lokaumferðinni en önnur þeirra er á svo miklu hagstæðara verði að mér sýnist að hún eigi eftir að verða fyrir valinu. En svo eigum við reyndar eftir að fara í eina flísabúð til viðbótar, heyrðum af henni í gær svo kannski breytist valið eftir þá heimsókn.

Á meðfylgandi mynd má sjá 50 gráa skugga. Þegar við fengum fyrstu flísaprufurnar, þá vissi ég ekkert um flísar, en núna veit ég sitthvað. Mér finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtileg iðja, að velja flísar altsvo, en það er samt heldur ekkert leiðinlegt.

Færðu inn athugasemd