Ráðgáta

Í fyrrasumar fékk ég skilaboð frá vinkonu minni og fyrrum samstarfskonu. Hún hafði verið í baði að lesa bók eftir norrænan glæpasagnahöfund. Bókin var, minnir mig, hvorki á íslensku né móðurmáli höfundar heldur á ensku. Út úr bókinni datt passamynd af konu eða stelpu sem hún sagði að væri nauðalík mér. Reyndar sagði hún að myndin hlyti að vera af mér. Svo sendi hún mér mynd af myndinni.

Nokkrum vikum seinna bauð vinkona mín mér í heimsókn. Við drukkum rauðvín af betri gerðinni og gæddum okkur á forláta osti á meðan við ræddum saman og myndina bar auðvitað á góma. Hún hafði hangið á ísskápnum hjá henni síðan í baðferðinni fyrr um sumarið en nú fékk ég hana til eignar, enda mynd af mér sagði hún.

Er þetta ég eða tvífari minn?

Ég er samt hreint ekki sannfærð um að þetta sé ég. Myndin líkist mér óneitanlega en er ekki eins. Augabrúnirnar dekkri en á mér (ég hef aldrei litað þær) og háraliturinn stemmir ekki alveg. Auk þess man ég alls ekki eftir þessari myndatöku. Passamyndataka er sjaldgæf og ég man eftir þeim, man eftir þessum myndakössum þar sem flassið kemur óvænt og skyndilega og myndefnið ekki tilbúið. Og ég les ekki norræna glæpasagnahöfunda á ensku (nema hugsanlega finnska).

Ég er engu nær um uppruna myndarinnar. Ég er hvorki sannfærð um að þetta sé ég né hið gagnstæða. Ég er alveg clueless. Myndin er uppi á skrifborði hjá mér. Hvað á eg að gera?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s