Vorkoman: mjúkt og grátt og loðið

Eftir óvenju kaldan vetur leikur enginn vafi á því að vorið er komið. Tjaldurinn er löngu kominn til landsins og í lok mars mætti lóan, stundvís venju samkvæmt. Krókusar og vetrargosar eru að rétta úr sér eftir kuldakaflann og rabarbarinn er farinn af stað aftur.

Annað sem fylgir vorkomunni eru dekkjaskipti. Í fyrsta skipti er ég að skipta um dekk á reiðhjóli en í dag fór ég af nagladekkjum og yfir á slétt sumardekk. Bílarnir okkar tveir, Volvo og Renault, eru á heilsársdekkjum og þar þarf ég því ekkert að brasa.

Ég brunaði á hjólinu í bæinn efgir dekkjaskiptin og lagði í bílakjallara ráðhússins. Þaðan gekk ég svo yfir í Iðnó, á skrifstofu Bókmenntahátíðarinnar, og naut þess að láta sólina skína á andlitið á meðan ég gekk yfir brúna.

Þegar ég kom yfir brúna sá ég vorboðann ljúfa: grávíðirinn var orðinn grár og mjúkur og loðinn. Það er víst lítið um kirsuberjatré hér á landi og þau blómstra seint en þetta brum á grávíðinum er ótvírætt merki um vor.

Þegar ég kom heim beið mín annað fyrirbæri sem var grátt og mjúkt og loðið. Það var lítil mús sem kúrði logandi hrædd úti í horni og beið eftir að Snúður gengi frá henni en sem betur kom ekki til þess því við slepptum henni út í vorið…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s