Hjálparhellur

Um daginn keypti ég nýja gólfmoppu sem er þeim töfrum gædd að sá sem skúrar þarf hvorki að dýfa hendi í kalt vatn, eða öllu heldur sjóðandi heitt, né að snerta blauta og skítuga moppuna með höndunum. Mér finnst óþægilegt að vera í gúmmíhönskum og finnst hundleiðinlegt að skúra, en með tilkomu þessarar græju má segja að það sé slegist um að skúra á heimilinu.

Baldur tók sig til áðan og skúraði bæði stofu og eldhús. Og ekki nóg með það, þá ryksugaði hann gólfið áður og þvoði líka nokkra veggi með töframöppunni góðu.

Una reyndi að fá að skúra líka en litli bróðir hennar tók það ekki í mál og hún varð hin súrasta. Með smá dekstri fékkst ungi skúringamaðurinn til að leyfa stóru systur líka.

Færðu inn athugasemd