Reality Bites

Þórdís var að skrifa enskuritgerð um smásögu sem heitir Winona Forever. Ég fékk að lesa yfir og ritgerðin var svo fín að það þurfti bara að laga algjört smotterí. Smásöguna hafði ég aldrei lesið en ritgerðin færði mig í huganum til þess tíma þegar ég horfði reglulega á Reality Bites, þá snilldarkvikmynd, hlustaði á diskinn úr myndinni og dýrkaði og dáði Winonu Ryder.

Ef ég man rétt var þetta fyrsta bíómyndin sem Ben Stiller leikstýrði og lék í. Gaman að því að hundrað árum síðar átti ég eftir að rekast á manninn sjálfan hér í Reykjavík, nánar tiltekið í Reykjavíkurmaraþoni, þegar hann var að taka upp Walter Mitty-myndina.

Þegar Þórdís kemur heim í sumar er á dagskrá hjá okkur mægðum að horfa saman á þessa frábæru mynd.

Færðu inn athugasemd