Eyrnaormur

Ég fékk lag á heilann um daginn og gat ekki með nokkru móti losnað við laglínuna úr hausnum á mér. Að syngja lagið til enda virkaði ekki því ég kunni bara stefið. Það hljómaði svona:

Dúmm, dúmm, dúmm, dúmm, dúmm.

Dúmm, dúmm, dúmm, dúmm, dúmm.

Dúmm, dúmm, dúmm, dúmm, dúmm.

Dúmm, dúmm, dúmm, dúmm.

Dúmm, dúmm, dúmm, dúmm.

Lagið er ekki sungið og því gat ég ekki leitað eftir textabroti. Ég prófaði að raula lagið fyrir símann en síminn þekkti það ekki. Skrifast sennilega frekar á lélega lagvísi mína heldur en tæknina.

Ég leitaði ráða hjá söngkonu sem er mamma vinkonu hans Baldurs. Hún kannaðist við lagið en kom því samt ekki fyrir sig. Hún fór heim til sín og söng stefið fyrir manninn sinn, sem er tónlistarmaður og þrefaldur Popppunktsmeistari, en hann kom því ekki heldur fyrir sig.

Í hádeginu í gær var ég enn að raula þetta lag. Þá fékk Kristján þá frábæru hugmynd að hringja í vin, nefnilega Arnar Eggert. Hann kveikti auðvitað strax á þessu: lagið er eftir Jean-Michel Jarre.

Eftirleikurinn var auðveldur. Þetta er langvinsælasta lag tónlistarmannsins á Spotify og heitir Oxygene Pt. 4. Geggjað lag!

Svo heyrði ég aftur í söngkonunni. Hún hafði víst sungið réttar nótur fyrir manninn sinn, en í vitlausum rytma. Þau hjónin rifjuðu upp að þetta væri stefið sem var í Poppkorns-þáttunum sálugu, þeirri gargandi snilld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s