Að heiman á afmælisdaginn

Ég fór til Kaupmannahafnar á afmælinu mínu í síðustu viku. Missti þar með af dásemdar árlegum afmælismorgunmat með fjölskyldunni en fékk í staðinn dýrindis boð á veitingastað frá góðum vini, blóm og bækur.

Hótelið sem ég var á heitir Villa Copenhagen og er í gamla central pósthúsinu rétt við Hovedbane. Mjög hipp og kúl en morgunmaturinn gekk hálfbrösuglega. Ég sem borða aldrei morgunmat nema á hótelum og fæ mér yfirleitt bara kaffi fram að hádegi.

Fyrri morguninn fylgdi stærðarinnar plaststykki með mangókókos-chiagrautnum mínum og seinni morguninn lá þjóninum svo á að hreinsa borðið mitt að hann fjarlægði kaffibollann minn á meðan ég skrapp eftir öðru croissanti. Ég var að bíða eftir að kaffið næði kjörhitastigi. Þegar ég ætlaði að fá mér nýtt kaffi reyndist kaffivélin biluð.

Ég ákvað auðvitað að láta hvorugt þessara atvika eyðileggja fyrir mér daginn, enda orðin fullorðin manneskja, og átti góða daga í borginni. Best var að koma heim, klyfjuð af bókum, og hitta fjölskylduna aftur. Þegar ég settist um borð í flugvélina sá ég Víðir var í sömu vél. Þá rifjaðist upp fyrir mér að Alma var í sömu vél á leiðinni út.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s