Fuglasöngur

Í morgun vaknaði ég við fuglasöng í fyrsta skipti á þessu vori. Það var kolniðamyrkur úti klukkan 6:50 en fuglarnir í trjánum hérna sunnan við húsið voru hinir hressustu og sungu mig í gang.

Ég man ekki hvenær morgunsöngurinn hefur byrjað undanfarin ár en þetta er dásamlegur vorboði. Þegar fuglarnir hafa sungið svolitla stund hættir söngurinn. Ég veit ekki almennilega hvað fuglarnir taka sér þá fyrir hendur, grunar að þeir fari jafnvel aftur að sofa. Mundi gera það sjálf.

Hitt sem ég vaknaði við í morgun var vöntun á hávaðaroki. Ólíkt veðrinu undanfarið var logn í morgun og því var fagnað með hressandi útihlaupi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s