Baldur Atli er á dásamlegum aldri núna. Hann tekur inn mikið magn upplýsinga í gegnum samtöl, bækur og teiknimyndir og annað og vinnur skemmtilega úr þeim og miðlar nýrri þekkingu til okkar með ýmsu móti.
Svo er hann mikill grínisti. Hann sat í bílnum um daginn og sönglaði af miklum móð typpi, typpi, typpi (hann er upptekinn af þessu orði og öðrum álíka). Svo þagnaði hann skyndilega og sagði við mig: mamma, þú sagðir typpi.

Ha? Svaraði ég, ég sagði ekki typpi. Þá svaraði minn maður, mjög prakkaralegur á svipinn: jú, þú sagðir það núna!